Aðalmót SjóVe 3.-4. maí 2024

Kæri félagi.

Aðalmót SJÓVE verður haldið helgina 3.-4. maí 2024.

Veiðimenn geta skráð sig á ýmsan máta og hvetjum ykkur til að gera það fyrr en seinna.

kjartan.gunnsteins@gmail.com (póstur til Kjartans)
sjorek@outlook.com (póstur á félagið sem við fylgjumst með)
858 6219 (símanúmer formanns)

Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 29. apríl 20:00.

Sjá nánar á sjol.is.

Stjórn SJÓR

Aðalmót SjóSnæ 10.-11. maí 2024

Kæri félagi.

Aðalmót SJÓSNÆ verður haldið helgina 10.-11. maí 2024.
Veiðimenn geta skráð sig á ýmsan máta og hvetjum ykkur til að gera það fyrr en seinna.

kjartan.gunnsteins@gmail.com         (póstur til Kjartans)
sjorek@outlook.com                  (póstur á félagið sem við fylgjumst með)
858 6219                           (símanúmer formanns)

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 3. maí fyrir kl. 20:00.

Sjá nánar á sjol.is.

Kveðja
Stjórn SJÓR

Kynningarmót á Patreksfirði 4. maí

Kæru félagar

SJÓR mun halda kynningarmót þann 4. maí á Patreksfirði. Öll velkomin. Dagskrá og skráning auglýst síðar.

Núna auglýsum við eftir félögum sem geta
a) lánað græjur fyrir væntanlega þátttakendur eða
b) tekið að sér að yfirfara veiðihjól eða viti um einhverja sem taka það að sér.

Áhugasamir hafi samband við Kjartan formann í síma 858 6219.

Kjartan formaður 

Aðalfundur SJÓR var haldinn í gær.

Kjartan Gunnsteinsson er nýr formaður SJÓR. Sami mannskapur var kosinn í stjórn en eitthvað verður um hlutverkaskipti.

Rekstur á félaginu gengur vel þó átaks sé þörf á nýliðun félaga. Samþykkt var að halda svipuðu sniði á innanfélagsmótinu í vor.

Enn er hávetur en það styttist hægt og rólega í fyrsta mót upp á Skaga.

Andlát – Gottskálk J. Bjarnason

Það verður að segjast að það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í SJÓR um þessar mundir.
Í sumar kvöddum við Svavar, við vorum að kveðja Friðleif og núna er elskulegi Gotti látinn. Hæglátur en alltaf brosmildur og ljúfur og snillingur þegar kom að því að gera við hjólin okkar.
Hans verður sárt saknað og við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gotta þökkum við fyrir góða samveru gegnum árin.